Kvöldandakt í Hálskirkju.

0
106

HálskirkjaSunnudagskvöldið 23. ágúst kl. 20.00 verður kvöldandakt í Hálskirkju Fnjóskdal. Hjónin Hjalti og Lára flytja ljúfa tóna á fiðlu og gítar sbr. Draumalandið, Vikivaka o.fl. Sr. Sunna Dóra Möller verður með hugleiðingu. Sr. Bolli flytur uppörvandi og sumarlegan kveðskap milli laga. Notaleg síðsumarsstund í fögrum helgidómi. Verið öll hjartanlega velkomin til kirkjunnar !