Kviku­hreyf­ing und­ir Bárðarbungu – Gæti leitt til sprengigoss

0
177

Veður­stof­an hef­ur nú sent frá sér til­kynn­ingu þar sem seg­ir að GPS staðsetn­ing­ar­mæl­ing­ar gefi sterk­ar vís­bend­ing­ar um kviku­hreyf­ingu í Bárðarbungu. Um sé að ræða jarðskjálfta­hreyf­ing­ar tengd­ar kviku­hreyf­ingu aust­ur af Bárðarbungu­öskj­unni og við Brún Dyngju­jök­uls, skammt aust­ur af Kistu­felli. mbl.is segir frá

Skjáskot af skjálftavefsjá veðurstofunnar kl 13:00 í dag.
Skjáskot af skjálftavefsjá veðurstofunnar kl 13:00 í dag.

Gæti leitt til sprengigoss

Klukk­an 02:37 aðfar­arnótt 18. ág­úst varð jarðskjálfti, um 4 að stærð, við Kistu­fell. Það er sterk­asti skjálft­inn sem mælst hef­ur á svæðinu frá ár­inu 1996. Í ljósi end­ur­mats jarðvís­inda­manna á at­b­urðum síðustu daga hef­ur Veður­stof­an áveðið að hækka viðvör­un­arstig fyr­ir flug­mála­yf­ir­völd og er því Bárðarbunga merkt með app­el­sínu­gulu sam­kvæmt litakóða.

Eng­in merki eru þó um gos að sögn Veður­stof­unn­ar. Ekki er hægt að úti­loka að þessi virkni geti leitt til sprengigoss sem þá mundi valda jök­ul­hlaupi og los­un ösku út í and­rúms­loftið. Náið er fylgst með þró­un­inni.