Kvikmyndin Hrútar fékk 11 Edduverðlaun

0
73

Kvik­mynd­in Hrút­ar í leik­stjórn Gríms Há­kon­ar­son­ar fékk 11 Edduverðlaun en verðlaunin voru veitt við hátíðlega at­höfn í kvöld í beinni útsendingu á rúv. Meðal verðlauna sem Hrútar fengu voru verðlaun fyrir bestu mynd, fyr­ir kvik­mynda­töku, bún­inga og klipp­ingu auk þess sem Grím­ur var verðlaunaður fyr­ir bæði leik­stjórn sína og hand­rit.

Hrútar mynd

 

Þá fengu leik­ar­arn­ir Sig­urður Sig­ur­jóns­son og Theo­dór Júlí­us­son Edduverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki og aukahlutverki.

 

 

Mynd­in fékk flest­ar til­nefn­ing­ar en þær voru alls þrett­án og er Hrútar því óítvíræður sigurvegari Edduverðlaunanna í ár.