Kvennaval í Ljósvetningabúð

0
269

1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010, til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna. Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu. Kvenfélög og kvenfélagskonur eru hvattar til að muna eftir deginum og jafnvel gera sér dagamun hver og ein eða saman, en einnig að vera tilbúnar til að taka á móti hamingjuóskum og athygli þennan dag.

Mjöll Matthíasdóttir formaður Kv.S.S.Þ ávarpar samkomuna.
Mjöll Matthíasdóttir formaður Kv.S.S.Þ ávarpar samkomuna.

 

 

 

 

 

 

fullt hús af framúrskarandi konum
fullt hús af framúrskarandi konum

 

 

 

 

 

 

Fyrir tveimur árum bauð kvenfélag Mývatnssveitar öllum 11 kvenfélögunum í Kvenfélagasambandi Suður Þingeyinga heim og var það kvöld flestum alveg ógleymanlegt og auðvitað vilja konur halda áfram að hittast í tilefni dagsins.  Þar sem 1. febrúar bar upp á laugardag í ár og margar konur á leið á þorrablót, var ákveðið að taka smá forskot á daginn og komu konur í Kv.S.Þ. saman í Ljósvetningabúð s.l. fimmtudagskvöld. Kvenfélag Fnjóskdæla, kvenfélagið Hildur í Bárðardal og kvenfélag Ljósvetninga voru gestgjafar og buðu öllum kvenfélögum sambandsins til samverunnar.  Um 150 kvenfélagskonur þáðu boðið og skemmtu sér konunglega.  Gestafélög lögðu til skemmtiatriði en gestgjafar buðu uppá súpu með brauði og síðan kaffi og konfekt. Er skemmst frá því að segja að konur áttu saman notalega kvöldstund, skemmtiatriðin voru fjölbreytt og mikið hlegið.

Mega flott atriði frá Grenivíkurkonum
Mega (s) flott atriði frá Grenivíkurkonum

 

 

 

 

 

 

 

mikil ,,aksjón,, hjá kvenfélagi Reykdæla
mikil ,,aksjón,, hjá kvenfélagi Reykdæla

 

 

 

 

 

 

 

Héðinshöfðasystur rifja upp langan söngferil, ásamt gítarleikara.
Héðinshöfðasystur rifja upp langan söngferil, ásamt gítarleikara, þær eru í kvenfélaginu Aldan á Tjörnesi.

 

 

 

 

 

 

 

 

,,og það var sko hlegið
,,og það var sko hlegið