Kvenfélag Ljósvetninga færði Skógarbrekku, öldrunardeild Sjúkrahússins á Húsavík, fullkominn 40″ skjá. Hægt er að horfa á sjónvarpið, skoða myndir eða hlusta á útvarp í gegnum skjáinn sem settur var upp í matsal íbúanna. Jóhanna S. Kristjánsdóttir veitti gjöfinni viðtöku, færði kvenfélagin bestu þakkir og sagði að kvenfélögin hér allt í kring, væru mjög rausnarleg og hefðu fært Skógarbrekku góðar gjafir að undanförnu. það voru þær Elín Gunnlaugsdóttir og Hrefna Sævarsdóttir sem afhentu skjáinn fyrir hönd kvenfélagsins.
