Kvenfélag Aðaldæla gefur flatskjái

0
111

Kvenfélagskonurnar Sigrún Marinósdóttir og Þórdís Jónsdóttir frá Kvenfélagi Aðaldæla komu með góða gjöf til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík í síðustu viku nóvembermánaðar. Höfðu þær meðferðis 10 flatskjái og heyrnartól að gjöf frá Kvenfélaginu.

Fyrirtækin Víkurraf og Heimilistæki studdu við þessa höfðinglegu gjöf með því að fella niður alla álagningu á umræddum tækjum. Forstjóri HSN,  Jón Helgi Björnsson tók við gjöfunum og þakkaði kærlega fyrir. Tækin koma sér sérlega vel og koma í stað gamalla túpu sjónvarpa sem eru komin á síðasta snúning.

Ómetanlegt er fyrir HSN að njóta velvilja sem þessa og kann stofnunin kvenfélaginu bestu þakkir.

HSN Húsavík