Kveikt var á jólatrénu við Kjarna á Laugum í dag og lögðu margir leið sína þangað í ágætis veðri. Þrír jólasveinar mættu á svæðið eftir að slökkvillið Þingeyjarsveitar hafði bjargað þeim þar sem þeir sátu fastir í strompinum á Kárhóli og var þeim ekið beint í Kjarna eftir giftursamlega björgun.

Mynd: Dagbjört Jónsdóttir
Jólasveinarnir spiluðu á gítar og sungu nokkur jólalög fyrir viðstadda, sem tóku undir með þeim. Hurðaskellir fékk heiðurinn af því að kveikja á jólatrénu og börnin fengu smá glaðning úr pokum sem þeir höfðu meðferðis. Þegar jólasveinarnir lögðu í hann til Ísafjarðar, bauð foreldrafélag Litlulaugaskóla öllum í kakó og smákökur í Dalakofanum.

Mynd: Kristrún Kristjánsdóttir

Mynd: Dagbjört Jónsdóttir

Mynd: Dagbjört Jónsdóttir

Mynd: Kristrún Kristjánsdóttir