Í dag var kveikt á jólatrénu við Kjarna á Laugum líkt og gert hefur verið fyrsta sunnudag í aðventu undanfarin ár. Áður en kveikt var á trénu voru sungin nokkur jólalög og þá birtust nokkrir jólasveinar með smá glaðning handa yngstu kynslóðinni. Jólasveinarnir kveiktu svo á trénu og sungu nokkur jólalög í viðbót ásamt viðstöddum. Að því loknu bauð Foreldrafélag Litlulaugaskóla upp á veitingar í Dalakofanum. 641.is var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.

