Kveikjur, nýútkomin bók eftir séra Bolla Pétur Bollason.

0
218

Út er komin bókin Kveikjur hjá Bókaútgáfunni Hólum ehf. Hún er eftir Bolla Pétur Bollason sóknarprest í Laufásprestakalli, með ljósmyndum eftir Völund Jónsson blaðaljósmyndara. Um er að ræða smásagnasafn, 40 frumsamdar samtímasögur með dæmisagnasvip.

Margt ber á góma. Þarna má finna sögur um fátækt, einelti, líffæragjafir, fóstureyðingar, fordóma, ofbeldi, trúnaðarbrot, náungaábyrgð, sorg, einmana…leika, samtal kynslóða, andríkar hugmyndir, náttúruvernd, trú, von, kærleika, tímann og endalokin.

Sögurnar nefnast einu orði Kveikjur vegna þess að þeim er ætlað að kveikja frekari hugmyndir og umræður um siðferðisleg álitamál, þjóðfélagsmein, lífsins tilgang, Guð.

Ritningarvers fylgja sögunum. Þau tengjast þeim ýmist á beinan eða óbeinan hátt. Það er m.a. verkefni fyrir lesendur að finna út úr því. Þá gefst rík ástæða til að fletta upp í Biblíunni. Ljósmynd prýðir sömuleiðis hverja sögu og þar er um sama verkefni fyrir lesendur að ræða sem er að tengja saman sögu og mynd í huga og í samræðu.

Í lok hverrar sögu eru svo tvær umræðukveikjur/spurningar sem vel geta komið hugflæði og samtali af stað, svokallaðir ísbrjótar.

Það er von höfundar að þetta sagnasafn megi reynast gott kennslukver eða ítarefni m.a. í fermingarfræðslu/lífsleiknifræðslu í skólum. Þá má að auki geta þess að kveikjurnar geta hæglega gefið frekari hugmyndir við ýmis skrif, hugleiðingar o.fl.

Ef þig langar í eintak þá má bæði senda Bolla skilaboð á fésinu eða skunda í Eymundsson eða hafa samband við Bókaútgáfuna Hóla, netfang holar@holabok.is eða í s. 6928508. Tilboðsverð 3000kr. og sendingarkostnaður innifalinn.

Bolli p Bollason