Kveikjukvöld Kiðagil

0
97

Fimmtudagskvöldið 14. janúar kl. 20.00 verður boðið upp á samfélagseflandi kvöldstund í Bárðadal þangað sem allir eru sannarlega velkomnir, bárðdælingar og annað fólk. Sr. Bolli í Laufási les valdar kveikjur úr samnefndri bók sinni er bjóða upp á þankahríð og spjall.

Kápa Kveikjur

Tónlistarmaðurinn Heimir Bjarni Ingimarsson leikur á gítar og syngur lög sem eiga við orð og stund og létta lund. Þarna býðst sem sagt upplagt tækifæri til að velta fyrir sér tilvistarspurningum. Boðið verður upp á kaffi og með´í. Aðgangur ókeypis.

„Leiðir í Kiðagil liggja,
kvikna þar hugmyndadrög.
Að mörgu má söfnuður hyggja
og Heimir með grípandi lög.” (BP)