Kröflumótið á skíðum

0
282

Helgina 8-10. febrúar var Kröflumótið haldið í annað sinn á skíðasvæði Mývetnings við Kröflu. Mótið er haldið fyrir æfingakrakka Mývetnings 12 ára og yngri auk gestakeppenda, en skíðafélögum á Austurlandi var boðið á mótið. Þetta árið voru keppendur tæplega 40 frá 3 skíðafélögum.

Rennt sér niður brekkuna.
Rennt sér niður brekkuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagskrá helgarinnar var metnaðarfull en með einstakri aðstoð Landsvirkjunnar þá var gestum boðið upp á gistingu í vinnubúðum Kröfluvirkjunnar og sáu foreldrar skíðakrakka Mývetnings um matreiðslu og utanumhald í Kröflu. Helgin byrjaði með kvöldverði og spilakvöldi á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorgun eftir morgunverð hófst svo keppni í stórsvigi og eftir að því lauk var boðið upp á grillaðar pylsur á skíðasvæðinu. Eftir hádegi fór svo fram keppni í svigi sem lauk með verðlaunaafhendingu. Eftir góðan dag á skíðum fóru svo allir, börn og foreldrar í Jarðböðin og slökuðu á. Eftir kvöldverð var svo haldin kvöldvaka í mötuneyti Kröfluvirkjunnar hvar unga fólkið fór á kostum með uppistand og leiki. Á sunnudeginum var svo furðufataskíðun fram yfir hádegi og var mikill metnaður hjá ungum sem öldnum í búningavali.

Gunnar Bragi Einarsson 1. sæti og Ívar Helgi Einarsson 2. sæti báðir úr Mývetningi og Gunnar Árnason (Ármanni)
Gunnar Bragi Einarsson 1. sæti og Ívar Helgi Einarsson 2. sæti báðir úr Mývetningi og Gunnar Árnason (Ármanni)

 

Ari Rúnar Gunnarsson Mývetningi í 1. sæti.
Glaðbeittar austfirskar stúlkur á palli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Styrktaraðilar mótsins voru eftirtaldir: Landsvirkjun, Steindór Jónsson ehf, Jarðböðin við Mývatn, Sel Hótel Mývatn, Hótel Reynihlíð, Vogafjós ferðaþjónusta, Alkemia ferðaskrifstofa, Gistiþjónustan Staðarhóli,
Kristjánsbakarí, Vífilfell og Goði. Er þeim þakkað mikið vel fyrir, án þeirra hefði mótið ekki getað orðið.
Texti og myndir: Kolbrún Ívarsdóttir

París Anna Evarsdóttir.
París Anna Elvarsdóttir.