Kristján og Lundarnir – Barnaskemmtun á Breiðumýri

0
136

Kristján og Lundarnir verða með barnaskemmtun í Breiðumýri laugardaginn 30. apríl klukkan 14:00. Lundarnir munu taka öll sín lög og þar á meðal nokkur ný. Einnig verður farið í leiki og margt fleira, segir í tilkynningu.

Kristján og Lundarnir

Kristján og Lundarnir hafa tekið þátt í Tónkvíslinni síðustu 3 ár og hafa unnið vinsældarkosninguna síðustu tvö ár. Eftir Tónkvíslina hafa lundarnir spilað í barnaafmæli og nú síðast á opnum degi Framhaldsskólans á Laugum á sumardaginn fyrsta.

Kristján og Lundarnir lofa mikilli stemmningu. Ekki láta þig vanta.
Aðgangseyrir: 1000 krónur