Kristján leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

0
82

Kristján L. Möller mun leiða lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi en úrslit liggja fyrir í flokksvalinu. 832 flokksfélagar og stuðningsmenn kusu í netkosningu.

1. Kristján L. Möller 609 atkvæði í 1. sæti
2. Erna Indriðadóttir 311 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Jónína Rós Guðmundsóttir 403 atkvæði í 1.-3.sæti
4. Sigmundur Ernir Rúnarsson 471 atkvæði i í 1.-4. sæti
5. Helena Þuríður Karlsdóttir 517 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Örlygur Hnefill Jónsson  561 atkvæði í 1.-6.sæti
Ekki þurfti að beita ákvæðum til þess að tryggja jafnt hlutfall kynja. Kosning er bindandi í 6 efstu sætin.
(Fréttatilkynning)