Kristín Halldórsdóttir ráðin mjólkurbússtjóri

0
401

Kristín Halldórsdóttir frá Arnstapa, hefur verið ráðin mjólkurbússtjóri Mjólkursamlagsins á Akureyri frá 1. október en hún tekur við af  Sigurði  R. Friðjónsyni sem verður verkefnastjóri í vöruþróun félagsins í Reykjavík.

Kristín Halldórsdóttir

Áður var áætlað að Friðjón G. Jónsson tæki við starfi Sigurðar en hann hefur óskað eftir breytingum af persónulegum ástæðum og verður áfram verkstjóri í mjólkurbúinu.

Kristín er mjólkurtæknifræðingur og hefur starfað fyrir mjólkuriðnaðinn frá árinu 1987, fyrst hjá Norðurmjólk en síðan hjá Mjólkursamsölunni.  Hún hefur verið gæðastjóri Mjólkursamlagsins  á Akureyri frá 2000.