Kosningavefur RÚV opnaður

0
141

Nýr kosningavefur RÚV vegna sveitarstjórnarkosninganna var opnaður í dag. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um öll 74 sveitarfélög landsins. Hægt er að velja sveitarfélag af korti og fá nánari upplýsingar um það. Upplýsingar, sem sóttar eru í ýmis opinber gagnasöfn, eru sett fram með myndrænum hætti og bornar saman við landsmeðaltal – þetta á til að mynda við um kynjaskiptingu í sveitarfélögum, meðaltekjuskatt (sem segir til um meðaltekjur í sveitarfélaginu) og aldursdreifingu. Auk þess má sjá þróun íbúafjölda síðasta áratuginn. Hér má sjá dæmi um Þingeyjarsveit.

Þingeyjarsveit. Skjáskot af kosningavef RÚV
Þingeyjarsveit. Skjáskot af kosningavef RÚV

Þetta verður lifandi vefur og upplýsingum verður bætt þangað inn fram að kosningum, meðal annars fréttaskýringum um öll sveitarfélög landsins, þar sem búa fleiri en 500 íbúar. Þá verða settar inn upplýsingar um alla framboðslista en framboðsfrestur rennur út 10.maí. Oddvitum allra framboða verður boðið að senda inn stutta myndbandsupptöku með ávarpi. Sem gerð verður aðgengileg á kosningavefnum.

“Það er von okkar, sem að vefnum standa, að íbúar allra sveitarfélaga landsins finni þar áhugaverðar og gagnlegar upplýsingar í aðdraganda kosninganna 31.maí”, segir til tilkynningu frá Rúv.