Kosning hafin – Fyrstu tölur úr talningu verða birtar kl 22:30 í kvöld í beinni frá kjörstað

Beint á 641.is

0
345

Kjörstjórn Þingeyjarsveitar hefur ákveðið að birta tölur úr sveitarstjórnarkosningum í Þingeyjarsveit 2018, í beinni útsendingu á Facebooksíðu sveitarfélagsins. Fyrstu tölur eru væntanlegar í kvöld um kl. 22:30. Búast má við lokatölum um kl 23:00.

Útsendingin mun einnig verða aðgengileg í dálki til hægri hér á 641.is.

Kjörfundur í Þingeyjarsveit hófst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00. Kosið verður í einni kjördeild í Ljósvetningabúð. Kosningarétt hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá.

Kjörstjórn minnir kjósendur á að hafa með sér skilríki. Talning atkvæða hefst eins fljótt og kostur er eftir að kjörstaður lokar.

Allar nánari upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar, s.s. kjörskrá, lög og leiðbeiningar er hægt að nálgast á upplýsingavefnum www.kosning.is.