Kjördæmafundur – Norðausturkjördæmi í kvöld

0
87

Í kvöld kl. 19:30 verður haldinn í Háskólanum á Akureyri, kjördæmafundur RÚV, fyrir Norðausturkjördæmi. Þetta er þrijði fundurinn af sex fyrir Alþingiskosningarnar 27. apríl.

X 2013
X 2013

 

Fundirnir eru í formi borgarafunda, fulltrúar allra framboða sitja fyrir svörum og kjósendum gefst færi á að bera upp spurningar, í sal eða rafrænt í gegnum ruv.is.
Þegar hafa verið haldnir kjördæmafundir fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og Norðvesturkjördæmi.

Fulltrúar framboðanna á fundinum í kvöld verða eftirtaldir:

Björt framtíð:             Brynhildur Pétursdóttir
Dögun:                        Gísli Tryggvason
Flokkur heimilanna:   Brynjólfur Ingólfsson
Framsóknarflokkur:    Höskuldur Þór Þórhallsson
Hægri grænir:            Magnús Thorlacius
Lýðræðisvakt:             Sigríður Stefánsdóttir
Píratar:                       Aðalheiður Ámundadóttir
Regnbogi:                   Baldvin Sigurðsson
Samfylking:                 Kristján L. Möller
Sjálfstæðisflokkur:      Kristján Þór Júlíusson
Vinstri græn:              Steingrímur J. Sigfússon