Forystusauðurinn Þytur frá Litlu-Reykjum í Reykjahverfi er kind mánaðarins hjá Forystusetri Íslands nú í september. Hann er stór og fallegur, heimaalinn 4ra vetra sauður sem þykir mikið prýði í hjörðinni.

Hann er undan Blesu á Litlu-Reykjum, gamalli og góðri forystuá, en faðir hans var undan Gera sem var á sæðingastöð. Þytur er líflegur og fer vel á undan í rekstri. Hann leiddi heim hóp af kindum í septemberhretinu á Norðurlandi í fyrra og hefur ótvíræða forystuhæfileika.
Sjá nánar um Þyt: www.forystusetur.is