Kiðlingur fæddur í Pálmholti

0
238

Eitt Huðnukið fæddist hjá þeim Lindu Hrönn Ríkharðsdóttir og Sigurði Rúnari Ólafssyni bændum í Pálmholti í Reykjadal, þeim að óvörum, þann 14. janúar sl.

Kiðlingurinn í Pálmholti. Mynd: Linda Ríkharðsdóttir
Kiðlingurinn í Pálmholti. Mynd: Linda Ríkharðsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún er stór og heilbrigð og á ættir að rekja í Fjallalækjarsel í Þistilfirði, Háafell, Hvítársíðu í Borgarfirði og í Rauðá í Þingeyjarsveit. Móðirin bar fyrst af geitunum í Pálmholti á síðastliðnu ári, eða þann 13 mars, eða tveim mánuðum seinna en núna.  Geitastofnin í Pálmholti telur alls 6 geitur auk kiðlingsins.

Mynd: Linda Ríkharðsdóttir
Mynd: Linda Ríkharðsdóttir