Kertaljósatónleikar á Húsavík

0
48

  Fréttatilkynning:

Sálubótarfélagarnir Jaan Alavere og Pétur Ingólfsson ætla að halda kertaljósatónleika fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20:00  í Húsavíkurkirkju.
Flutt verður tónlist úr öllum áttum, allt frá sálmum til dægurlaga og meðal höfunda má nefna,  J.S.Bach, Jón Múla, Charlie Chaplin, Jaan Alavere o. fl.
 Allur ágóði rennur til söngfélagsins Sálubótar, en Sálubót er 20 ára um þessar mundir.
Aðgangseyrir er 1500 kr.

ATH! Enginn posi verður á staðnum.

Eigum notalega kvöldstund saman. Hlökkum til að sjá ykkur.

Jaan og Pétur.

mynd frá kertaljósatónleikunum í Þorgeirskirkju á dögunum.
mynd frá kertaljósatónleikunum í Þorgeirskirkju á dögunum.