Keppni hafin á Landsmóti UMFÍ 50+

0
82

Þetta er í fjórða sinn sem UMFÍ heldur Landsmót 50+ og ánægjulegt að það er haldið á Húsavík. Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) fagnar einmitt aldarafmæli. Undirbúningur hefur gengið vel og samkvæmt áætlun. Það er HSÞ sem er mótshaldari. Um 400 þátttakendur eru skráðir til leiks og landsmótstjaldsvæðið að fyllast.

Landsmót 50+Veggspj-50+2014-A4

Keppni hófst núna kl. 13 í boccia í Íþróttahöllinni en mótið sjálft stendur til sunnudags.

Í kvöld kl. 20 fer fram formleg setning í Skansinum á Húsavík og eru keppendur, bæjarbúar og gestir hvattir til að mæta.

Á morgun er keppni í hinum ýmsu greinum, s.s. golfi, fjallahlaupi, skotfimi, hrútadómum og stígvélakasti.

Það er því margt um að vera á Húsavík um helgina. (640.is)