Keisaraskurður á garðanum

0
358

Sauðburður stendur nú sem hæst hjá bændum og líflegt er í fjárhúsum í öllum sveitum Þingeyjarsýslu.  Eitthvað á fjórða hundraðið er borið hjá Þórarni Inga Péturssyni bónda á Grýtubakka í Höfðahverfi en ein af ánum þurfti að leggjast “undir hnífinn” í dag þar sem burður gekk ekki eðlilega fyrir sig. Svo vel vildi til að Gestur Páll Júlíusson dýralæknir var staddur í fjárhúsinu í öðru verki og var ærin tekin í Keisaraskurð til þess á ná lambinu og var skurðurinn framkvæmdur á garðanum í fjárhúsinu.

"Leitað" að lambinu. Mynd: Þórarinn Ingi Pétursson.
“Leitað” að lambinu. Mynd: Þórarinn Ingi Pétursson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allt gekk að óskum. Lambið náðist á lífi úr ánni og heilsast móður og lambi vel eftir Keisaraskurðinn að sögn Þórarins.  Annað lamb var vanið undir hana strax í kjölfarið. Keisaraskurðir á ám eru frekar sjaldgæfir, en þó framkvæma dýralæknar nokkra keisaraskurði á hverju vori. Sjaldgæft er þó að þeir séu framkvæmdir á staðnum eins og gert var á Grýtubakka í dag.

Ærin klár fyrir Keisaraskurðinn. Mynd: Þórainn Ingi Pétursson.
Ærin klár fyrir Keisaraskurðinn. Baldur Stefánsson heldur við ánna. Mynd: Þórainn Ingi Pétursson.
Lambið tekið úr. Mynd: Þórarinn Ingi Pétursson
Hér sést þegar lambið er tekið úr. Mynd: Þórarinn Ingi Pétursson.