Kaupfélögin og Framsóknarflokkurinn

0
357

Saga Framsóknarflokksins er samofin sögu Kaupfélaganna á Íslandi. Framsóknarflokkurinn var stofnaður 1916 af 8 alþingismönnum og starfaði þannig til 1930, er Framsóknarflokkurinn stofnaður í núverandi mynd.  Jakob Hálfdánarson hefur verið kallaður faðir kaupfélaganna. Hann fæddist í Brenniási í Fljótsheiðinni 1836 fjölskyldan flutti 1857 í Grímsstaði í Mývatnssveit. Þar var Jakob bóndi en flytur svo í Brettingsstaði í Laxárdal og þaðan til Húsavíkur.

Jón Aðalsteinn Hermannsson
Jón Aðalsteinn Hermannsson

 

Þar er hann ráðinn fyrsti starfsmaður KÞ er þá starfaði sem pöntunarfélag.  Þörfin var fyrir hendi og skapaðist að hluta til vegna sauðasölunnar til Bretlands, sem fyrir 1882 skilaði bændum litlum tekjum. Jakob náði hagstæðum samningi við John Coghill, skoskan sauðakaupmann. Kom hann með skip til Íslands og pantanir þingeyskra bænda á vörum er Jakob safnaði saman veturinn áður og úthlutaði.  Álagning  kaupfélagsins  var aðeins 10% á vörum sökum þess hagræðis að koma með vöruna í skipinu er flutti sauðina til Skotlands.

Þá var hagnaður mikill, kaupmaðurinn greiddi út í hönd í ríkisdölum andvirði sauðanna, sem var umfram verð vörunnar er hann kom með. Þá fyrst fengu bændur peninga. Samningur Jakobs um aðeins 10% álagningu gerði hann nær gjaldþrota, svo fljótlega varð að hækka álagið. Bretar bönnuðu síðan viðskiptin og olli það kreppu í Íslenskum landbúnaði. 80 þús. sauðir voru seldir  á einu ári þegar mest var selt til Bretlands.  Sauðasalan lagðist af 1896 er lög voru sett er bönnuðu innflutninginn til Bretlands

Kaupmenn á Íslandi lögðu ætíð 100% á alla vöru, engin gjöld önnur á vörunum. Kaupfélög voru stofnuð hringinn í kringum landið á næstu áratugunum. T.d. KRON stofnað 1931 í Reykjavík.  Svo var Samband Íslenskra kaupfélaga stofnað um 1902. Smásaman urðu viðskipti mjög almenn við kaupfélögin, og mikil barátta við kaupmenn, sem allir þekkja, sem endaði með algjöru hruni Sambandsins og kaupfélaganna um 1992.
Nú koma tekjur ríkis mjög mikið frá verslunarviðskiptum.  Breytingin er, að nú hafa einkafyrirtæki alla verslunina á Íslandi, (undantekning KS Sauðarkrók)
Dagvöru-verslun, virðast skapa mikinn gróða, allir verða að kaupa í matinn. Til að þjónusta alla verslunina höfum við tvöfaldan mannafla á við aðrar þjóðir, því er verslunin óhagkvæm, en neitendur borga. Sama gildir um bankastarfssemi, þar starfa helmingi fleiri en tíðkast í öðrum löndum.  Neitendur borga.

Nú er verið að skrifa nýja sögu Framsóknar flokksins, í raun var sá flokkur aðeins útibú frá Sjálfstæðisflokknum í mörg ár og tengslin við Sambandið  og kaupfélögin ekki lengur til. Hvað gerist nú ? Formaður SDG lýsti því í Silfri Egils að samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi ekki til greina vegna þess að sá flokkur væri ekki búinn að gera upp hrunið.
Það var alltaf svo, að á þeim árum, sem Framsóknarflokkurinn starfaði með flokkum til vinstri þá bötnuðu kjör almennings, svo kom til samstarf til hægri, þá bötnuðu kjör þeirra efnuðu en almenningi blæddi, eins þreps tekjuskatts-kerfi, svo sem dæmi.
Ég veit að hér er sögð saga kaupfélaganna og Framsóknarflokksins í mjög grófum dráttum.

Nú er stór spurning,  fyrir hverju stendur Framsóknarflokkurinn í dag ?

Almennri velferð eða ?
Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Hlíðskógum