Karlakórinn Heimir í Skagafirði með tónleika á Breiðumýri

0
263

Karlakórinn Heimir í Skagafirði heldur tónleika á Breiðumýri í Reykjadal nk. laugardag 7. nóvember og hefjast þeir kl 20.30. Í tilkynningu segir að áheyrendur megi búast við skemmtilegri og fjölbreyttri efnisskrá á tónlekunum.

Karlakórinn Heimir í Skagafirði
Karlakórinn Heimir í Skagafirði

 

Einsöngvarar eru þeir Ari Jóhann Sigurðsson og Einar Halldórsson. Stjórnandi kórsins er Stefán R Gíslason og undirleikari Thomas R. Higgerson.

Kórinn mun einnig halda tónleika í Glerárkirkju á Akureyri sama dag kl 14:00.