Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps – Lífsdans Geirmundar

0
165

Þann 25. apríl nk. (á morgun) mun Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar  flytja lög Geirmundar Valtýssonar í Menningarhúsinu Hofi.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.

Á vordögum árið 2012 var ákveðið að Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps setti upp söngdagskrá með lögum Geirmundar Valtýssonar. Óhætt er að segja að lögin hans Geirmundar séu löngu orðin þjóðareign enda hefur hann á löngum tónlistarferli samið fjölda laga, sem mörg hafa slegið í gegn. Lögin eru fjölbreytt bæði hressileg stuðlög og einnig gullfallegar ballöður.

Sveinn Árnason, stjórnandi kórsins valdi lögin í samráði við Geirmund og Rögnvaldur Valbergsson, organisti á Sauðárkróki, útsetti þau fyrir karlakór og hljómsveit. Einnig samdi Geirmundur nýtt lag fyrir verkefnið.

Skarphéðinn H. Einarsson, tónlistarskóla-stjóri á Blönduósi setti saman hljómsveit fyrir dagskrána en hana skipa auk Skarphéðins, Elvar Ingi Jóhannesson, Benedikt Blöndal, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Bryndís Halldórsdóttir, Hrafnhildur Björnsdóttir, Friðrik Brynjólfsson og Brynjar Óli Brynjólfsson.

Æft hefur verið frá haustdögum og afraksturinn kemur í ljós þegar kór og hljómsveit flytja „Lífsdans Geirmundar Valtýssonar“ á fernum tónleikum daganna 7.- 10. mars nk. Í framhaldinu eru fyrirhugaðir tónleikar í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík og Allanum Siglufirði 13. apríl nk.

Öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn með vinnu eða fjárframlögum færi ég bestu þakkir og tónleikagestum góðrar skemmtunar.

Miðaverð er 4.000 kr. Frítt inn fyrir börn 12 ára og yngri

Vinsamlegast athugið  að miða fyrir 12 ára og yngri er ekki hægt að bóka á vefnum og því bendum við þér á að hafa samband við miðasölu Hofs í síma 450-1000  til að tryggja þér miða fyrir yngstu börnin.