Kalli í Kerinu með sína fyrstu tónleika á Akureyri

0
103

Kalli í Kerinu heldur sína fyrstu tónleika á Akureyri í kvöld á Græna Hattinum. Hann hefur haldið sína árlegu tónleika í heimasveit sinni í Bárðardal seinustu þrjú ár og leyft sveitungum sínum að kynnast skemmtilegu, skrautlegu og alvarlegu hliðum sínum. Tónleikarnir hafa fengið gríðarlega góðar móttökur og nú mætir Kalli loksins með frumsamda efnið sitt til Akureyrar.

Kalli í Kerinu

 

Trúbadorinn Kalli í Kerinu varð til í Menntaskólanum á Akureyri árið 2006 og vakti strax athygli fyrir skemmtilega og fjölbreytta texta. Síðan þá hefur hann lokið leiklistarnámi auk þess að semja lög og texta fyrir stuttmyndir og hin og þessi tilefni.

Miðaverð 1500 kr. Húsið opnar kl: 20 og tónleikarnir byrja kl: 21.