Kálfafjós á Lækjamóti

0
423

Þann 20. september s.l. hófust framkvæmdir við nýtt kálfafjós á bænum Lækjamóti í Kinn. Sigurður Arnarson bóndi, keypti stálgrindahús frá Landstólpa í Gunnbjarnarholti. Húsið er 390 fm. og kemur sem viðbygging við eldra fjós. Það var Jarðverk sem sá um að taka grunninn, malarakstur og mun svo koma síðar og ganga frá í kring um húsið. Trésmiðjan Rein sá um að steypa og reisa húsið. Guðmundur Geirsson um rafmagnið, Helgi Ingason, Kristján Jósepsson og Sigurður sjálfur sáu um vatnslagnir og aðra vinnu innanhúss. Sigurður er mjög ánægður með vinna allra sem komu að þessari byggingu og er afar þakklátur, og ánægður með nýju aðstöðuna. Gripir voru fluttir í húsið 25. janúar. Pláss er fyrir um 110 kálfa í þessu nýja húsi. Eftir þessa viðbót getur Sigurður bætt og stækkað aðstöðuna hjá allra yngstu kálfunum svo og þeim 40 til 50 mjólkurkúm sem á bænum eru. ,,Ekki veitir af,, segir Sigurður ,,því kröfur eru alltaf að aukast um aðbúnað búpenings,, .
IMG_7308

 

 

 

IMG_7309

 

 

 

nýja húsið 390 fm.
nýja kálfafjósið 390 fm.

 

 

 

 

það er myndarlegt að horfa heim að Lækjamóti, nýja fjósið er með svarta þakinu.
það er myndarlegt að horfa heim að Lækjamóti, nýja fjósið er með svarta þakinu.