Kaffi Draumur opnar í gamla barnaskólanum að Skógum

0
1372

Kaffi Draumur hefur opnað í Gamla barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal.

Það er Margrét Pálsdóttir sem ætlar að taka þar á móti gestum með bros á vör í sumar, fjölskyldan verður henni til aðstoðar. Opið verður í sumar kl.13:00-17:00, en lokað á mánudögum og þriðjudögum. Boðið verður uppá heimilislegt kaffibrauð t.d. pönnukökur með eða án rjóma, mares, kleinur, pizzasnúða, gulrótar og súkkulaðikökur, og smurt brauð. Einnig er í boði vegan-kaka.  Laugardaginn 18. maí er markaður í íþróttasalnum, með steypuskraut, skreyttum höfuðkúpum og margt fleira. Hulda Njálsdóttir frá Hauganesi sýnir frá opnunardegi og fram í júní olíumálverk. 1. og 2. júní verður spákona á staðnum.

Magga í eldhúsinu.

Ýmsar uppákomur eru fyrirhugaðar í sumar s.s  skottmarkaður, heilsutengdar kynningar og margt fleira. Í júní verður Lilja Guðmundsdóttir með ljósmyndasýningu. Í Júlí sýnir Benedikt Blöndal olíumálverk. Ef fólk hefur áhuga á að vera með sýningu eða eitthvað skemmtilegt, er um að gera að hafa samband við Möggu í síma 821-4970.

kíkt í gömul myndaalbúm

 

fyrstu gestirnir kominr með kaffi, rjómapönnsur og smurt soðið brauð.
tvær af myndum Huldu Njálsdóttur, sem eru til sýnis í Kaffi Draum.