KA er Fjallalambsdeildarmeistari

0
57

Lokaumferðin í Fjallalambsdeildinni fór fram á Laugum laugardaginn 16. mars og var hún með eindæmum litskrúðug. Hægt var að fá bónusstig fyrir m.a. að mæta í bleikum sokkum og með því að mæta með ,,mottu” í tilefni átaksins Mottumars.

Mynd úr úrslitaleik KA og Völsungs á Laugum
Mynd úr úrslitaleik KA og Völsungs á Laugum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Spennan var mikil þar sem 2 lið áttu möguleika á sigrinum en reyndar þurfti allt að ganga upp hjá Völsungum og helst þá ekkert hjá KA til að Völsungar myndu skunda heim með bikarinn góða þetta árið. Að vísu gekk allt upp hjá Völsungum því þeir unnu alla sína leiki og stóðu uppi sem sigurvegarar í lokaumferðinni en því miður fyrir þá þá gekk líka flest upp hjá KA sem náðu 2. sæti umferðarinnar og tryggðu sér þar með Fjallalambsdeildarbikarinn 2013 en þeir leiddu deildina alveg frá fyrstu keppni til þeirrar síðustu og verður það því að teljast nokkuð sanngjarnt að þeir skyldu enda á toppnum. Við óskum KA innilega til hamingju með árangurinn.

Lið KA
Lið KA
Lið Völsungs
Lið Völsungs

Eins og áður segir þá var hægt að skora bónusstig fyrir ,,mottur” en Snörtur, sem eru framkvæmdaraðilar Fjallalambsdeildarinnar, ákvað að leggja 500 kr í átakið Mottumars fyrir hverja mottu sem mætti á svæðið.

Söfnuðust þar 10.000 kr til verkefnisins sem lagðar voru inná söfnunarsíðu Ólafs Daníels Jónssonar, eins af leikmönnum Snartar, en fyrirtækið Verkís sem Ólafur vinnur hjá leggur jafna upphæð á mót hverri krónu sem starfsmenn þeirra safna og því má segja að þeir leikmenn sem mættu með mottu hafi lagt um 20.000 kr í söfnunia Mottumars þetta árið.

 

Fjallalamb og Snörtur vill þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir veturinn og einnig þeim sem fylgdust með. Takk fyrir okkur.

Hægt er að sjá lokastöðuna og fréttir á fjallalambsdeildin.is