Jónína Björt

0
426

Jónína Björt Gunnarsdóttir mun halda tónleika í Hofi fimmtudaginn 30. mars kl. 20:00 ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara.

Jónína Björt flutti heim á síðasta ári eftir að hafa lokið námi frá söngleikjadeild New York Film Academy. Þar áður lauk Jónína B.Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands í klassískum söng. Daníel Þorsteinsson lauk framhaldsprófi frá Sweelinck tónlistarháskólanum í Amsterdam og hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil, bæði sem píanóleikari, útsetjari og tónskáld.

Þau munu flytja söngleikjatónlist frá 1940 til dagsins í dag og myndar saga og þróun tónlistarinnar rauða þráðinn í efnisskránni. Fjölbreytt efnisskrá, bæði þekkt verk og önnur sem ekki hafa áður heyrst hér á landi, m.a. eftir Rodgers & Hammerstein, Stephen Sondheim, Jason Robert Brown og Söru Bareilles.

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og 1862 Nordic Bistro.

Miðasala á mak.is, í síma 4501000 og í Hofi.

Miðaverð er 2900kr.
Eldriborgarar og öryrkjar 2500kr.
Skólaafsláttur 2500kr.