Jóna Björg efst hjá Ð lista Framtíðarinnar í Þingeyjarsveit

  100 ára í heiðurssæti

  0
  1567

  Framboðsfrestur til sveitastjórnarkosninga rann út á hádegi í dag. Nýtt framboð skilaði inn framboðslista til kjörstjórnar Þingeyjarsveitar rétt áður en frestur til þess rann út. Listinn heitir listi Framtíðarinnar og er með listabókstafinn Ð.

  Guðrún Glúmsdóttir 100 ára. Mynd: Haraldur Sverrisson

  Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á Björgum skipar 1. sæti listans, Sigurður Hlynur Snæbjörnsson bóndi á Öndólfsstöðum skipar 2. sætið og Hanna Jóna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur skipar 3. sæti listans.

  Elsti íbúi Þingeyjarsveitar og hugsanlega með elstu frambjóðendum landsins, Guðrún Glúmsdóttir húsfreyja á Hólum í Reykjadal, sem nýverið fagnaði 100 ára afmæli, skipar heiðurssæti listans.

  Stefnumál lista Framtíðarinnar verða kynnt fljótlega.

  Framboðslisti Framtíðarinnar

  Í sveitarstjórnarkosningum í Þingeyjarsveit 2018
  1 Jóna Björg Hlöðversdóttir Bóndi Björgum
  2 Sigurður Hlynur Snæbjörnsson Bóndi Öndólfsstöðum
  3 Hanna Jóna Stefánsdóttir Hjúkrunarfræðingur Hálsi
  4 Sigurbjörn Árni Arngrímsson Skólameistari Holti
  5 Freydís Anna Ingvarsdóttir Sjúkraliði Miðhvammi
  6 Eyþór Kári Ingólfsson Nemi Úlfsbæ
  7 Freyþór Hrafn Harðarson Knattspyrnumaður Hömrum
  8 Friðgeir Sigtryggsson Bóndi Breiðumýri
  9 Jóhanna Sif Sigþórsdóttir Húsvörður Hólavegi 7
  10 Gunnar Ingi Jónsson Rafverktaki Langholti
  11 Járnbrá Björg Jónsdóttir Grunnskólakennari Selási
  12 Þóra Magnea Hlöðversdóttir Bóndi Björgum
  13 Hjördís Stefánsdóttir Hússtjórnarkennari Laugabóli
  14 Guðrún Glúmsdóttir Húsfreyja Hólum