Jón Þorri Hermannsson – Efnilegur frjálsíþróttamaður frá Grenivík

0
424

Jón Þorri Hermannsson ungur frjálsíþróttamaður frá Grenivík, hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu eftir góðan árangur á frjálsíþróttamótum. Jón Þorri, sem á ættir að rekja í Hvarf í Bárðardal og til Grenivíkur, æfir og keppir með UFA á Akureyri. Hann gerði sér lítið fyrir og vann til verðlauna í öllum greinum sem hann keppti í á MÍ 11-14 ára sem fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina.

Jón Þorri Hermannsson á palli um sl. helgi
Jón Þorri Hermannsson með gull um sl. helgi

 

 

Jón Þorri landaði Íslandsmeistaratitli í sínum aldursflokki í langstökki og 800 m. hlaupi á mótinu. Hann krækti í silfur í 60 m. grindahlaupi og 60 m. hlaupi þar sem hann var aðeins 1/100 úr sek, frá gullinu. Að auki fékk hann brons í kúluvarpi og einnig brons í 4×200 m. boðhlaupi með sveit UFA. Á þessum árangri sést að Jón þorri er mjög fjölhæfur frjálsíþróttamaður.

 

 

 

 

Jón Þorri á sumarleikum HSÞ sl. sumar
Jón Þorri á sumarleikum HSÞ sl. sumar

Jón Þorri er fjórfaldur Íslandsmeistari í 13 ára flokki frá því á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór á Selfossi sl. sumar og vann þar að auki ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Á því móti setti hann mótsmet í langstökki.

 

Stórmót ÍR fer fram í Reykjavík um næstu helgi og stefnir Jón Þorri á að kepppa  þar í sex greinum.

 

 

Á meðfylgjandi myndbandi sést Jón Þorri hlaupa í undanúrslitum í 60m grindahlaupi um sl. helgi.