Jón Óskar ráðinn sveitarstjóri í Skútustaðahreppi

0
512

Gengið hefur verið frá ráðningu nýs sveitarstjóra í Mývatnssveit sem heitir Jón Óskar Pétursson og mun hann hefja störf í byrjun ágúst.

Jón Óskar Pétursson
Jón Óskar Pétursson

 

Jón Óskar Pétursson er 39 ára gamall viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur undanfarið stundað meistaranám í alþjóðaviðskiptum og hagfræði við Háskólann í Álaborg í Danmörku. Áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Jón Óskar er giftur Ólafíu Ingólfsdóttur, grunnskólakennara og þroskaþjálfa og eiga þau þrjú börn á aldrinum fjögurra til fimmtán ára.