Jón, Kristján og Viktor héraðsmeistarar í skák

0
319

Jón Aðalsteinn Hermannsson, Kristján Davíð Björnsson og Viktor Hjartarson unnu sigur hver í sínum aldursflokki á héraðsmóti HSÞ í skák 2014 fyrir 16 ára og yngri sem fram fór á Laugum sl. þriðjudag.

 

Viktor og Sváfnir
Viktor og Sváfnir

Tveir keppendur mættu til leiks í flokki 8 ára og yngri og tefldu þeir því með keppendum í flokki 9-12 ára. Viktor Hjartarson og Sváfnir Ragnarsson náðu báðir að vinna eina skák, en Viktor Hjartarson vann tiltilinn þar sem hann vann skákina við Sváfni. Kristján Davíð Björnsson hafði mikla yfirburði í flokki 9-12 ára og vann allar sínar skákir. Tímamörk voru 7 mín á mann.

Keppendur í flokki 9-12 ára
Keppendur í flokki 9-12 ára

 

Keppni í flokki 13-15 ára var mjög jöfn og hörð og þegar upp var staðið voru þrír keppendur efstir og jafnir með fjóra vinninga, eftir tvöfalda umferð. Var því ákveðið að þessir þrír efstu tefldu aftur daginn eftir tvöfallt einvígi um titilinn, en með 7. mín umhugsunartíma í stað 10 mín.

 

 

Jón Aðalsteinn Hermannsson gerði sér lítið fyrir og vann allar skákirnar fjórar og héraðsmeistaratitilinn í flokknum um leið.

Sjá nánar hér á skákhuginn.is

Eyþór, Jón og Jakub
Eyþór, Jón og Jakub