Jón Gunnarsson í Árholti er Þingeyski bóndinn árið 2014

0
199

Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga stóð fyrir Bændagleði sem fór fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit í gærkvöld. Gleðin heppnaðist með afbrigðum vel og var vel sótt, en hún var nú haldin í þriðja sinn. Helga Braga var veislustjóri og á dagskránni voru margvísleg skemmtiatriði, eins og hrútadómar í bundnu máli, spurningakeppnin sveitasvarið, gamlar upptökur með skemmtriðum af þorrablótum sýndar á tjaldi, einsöngur, fjöldasöngur og fleira.

Jón Gunnarsson bóndi í Arholti
Jón Gunnarsson bóndi í Árholti með málverkið ásamt Guðrúnu Tryggadóttur formanni BSSÞ

Jón Gunnarsson bóndi í Árholti á Tjörnesi var verðlaunaður af Búnaðarsambandinu fyrir að vera öðrum bændum til fyrirmyndar á svæði sambandsins. Hann fékk afhent málverk eftir Eyþór Pétursson í Baldursheimi af því tilefni.

Að afloknum skemmtiatriðunum var slegið upp dansleik sem stóð fram eftir nóttu.

 

Helga Braga skemmti í Skjólbrekku
Helga Braga skemmti í Skjólbrekku