Jólatrésskemmtun

0
415

Kvenfélag Ljósvetninga og Kvenfélag Fnjóskdæla héldu sína árlegu jólatrésskemmtun í dag 29. desember í Stórutjarnaskóla. Kvenfélögin hafa staðið saman að þessum jólaböllum árum saman. Þetta eru alltaf hefðbundnar samkomur. Kvenfélögin bjóða gestum uppá kaffi og smákökur, börnin fá ávaxtasafa og nammipoka, jólasveinar koma svo og gefa mandarínur. séra Sindri Geir Óskarsson sagði börnunum sögu, og fyrir dansi spiluðu þeir Ingólfur Víðir Ingólfsson á harmónikku og Ólafur Arngrímsson á hljómborð. Það er alltaf svo gaman þegar brottfluttir heimamenn koma með sín börn og barnabörn og dansa með sveitungunum. Maður er jú manns gaman.