Hin árlega jóatrésskemmtun Kvenfélags Ljósvetninga og Kvenfélags Fnjóskdæla var haldin í dag í Stórutjarnaskóla. Þar var allt með hefðbundnu sniði. Samkoman hófst á því að kvenfélagskonur buðu alla velkomna, og báðu svo undirleikara að taka við stjórninni, og þá hófst dansinn. Eftir töluverðan dans með handahreyfingum við hæfi, kíktu alsnjóugir og frekar kaldir jólasveinar í heimsókn og voru þeir 3 að þessu sinni, þeir dönsuðu með gestum báðu um óskalög og sögðust halda mest uppá lagið ,,Ég sá mömmu kyssa jólasvein,, þeir gáfu mandarínur, spjölluðu við börn og fullorðna og kvöddu svo með viktum. Þá færðu kvenfélagskonur börnunum nammipoka og safa, kaffi og smákökur voru á borðum. Þá var marserað og í lokin risu allir úr sætum og sungu saman ,,Heims um ból,,. Veður var kyrrt og bjart með 5° frosti.




