Jólatréskemmtun

0
73

Nú þegar  flestir hafa átt notalega jólahátíð með góðri samveru  með fjölskyldu og vinum, borðað góðan mat, kökur, konfekt og annað sem fylgir jólahaldi, er komin tími til að hreyfa sig og dansa. Nú eru það hin ómissandi jólaböll sem kvenfélögin á svæðinu standa fyrir og hafa gert lengi. Það voru kvenfélag Fnjóskdæla og kvenfélag Ljósvetninga sem héltu fyrsta ballið í dag 27. desember. Þar var dansað kringum jólatréð, jólasveinar komu askvaðandi dönsuðu með í dágóðastund og gáfu svo mandarínur, kvenfélagskonur buðu uppá kaffi og smákökur auk þess fengu börnin nammipoka og ávaxtasafa. Í lokin sungu allir saman sálminn Heims um ból. Það voru þeir Jaan Alavere og Ólafur Arngrímsson sem léku fyrir dansi.

Á laugardaginn verður jólaball hjá Kvenfélaginu Hildi í Kiðagili og Kvenfélögin í Aðaldal og Reykjadal verða með ball í Ýdölum.

En myndir segja meira en mörg orð.

margir vildu láta mynda sig með jólasveinunum
margir vildu láta mynda sig með jólasveinunum

 

 

 

 

 

 

 

göngum við í kringum,,,,

göngum við í kringum,,,,

 

einiberjarunn,,,,

einiberjarunn,,,,

 

mörg voru alveg ófeimin við að spjalla við sveinkana

mörg voru alveg ófeimin við að spjalla við sveinkana

 

þarna áttu sumir sitt fyrsta spjall við jólasvein
þarna áttu sumir sitt fyrsta spjall við jólasvein