Jólatréskemmtun

0
91

Hið árlega barnaball eða jólatréskemmtun sem Kvenfélag Fnjóskdæla og Kvenfélag Ljósvetninga halda í sameiningu, var haldið í dag 28. des.

Börn, unglingar og foreldrar fjölmenntu samkvæmt venju. Það er alltaf sérstaklega gaman að hitta unga brottflutta fólkið okkar, sem eru svo dugleg að koma með börnin sín heim í sveit á barnaball, og þá koma ömmurnar og afarnir með og jafnvel langömmur og allir gleðjast saman. Það var ilmandi kaffi á borðum og allskonar smákökur í boð kvenfélaganna. Það voru þeir Jaan Alavere og Ólafur Arngrímsson sem sáu um undirspil og aðstoðuðu við söng. En látum myndirnar tala sínu máli.

séra Bolli var með leikþátt með aðstoð Rebba leikbrúðu og sagði svo frá fæðingu jesú.
dansað kringum jólatré
og dansað
jólasveinar gáfu mandarínur
hressir og góðir sveinar
kvenfélagskonur/dömur gáfu safa og nammipoka
marserað
marserað