Jólatré að eigin vali hjá Skógræktarfélagi Reykdæla

0
103

Líkt og undanfarin ár er almenningi boðið upp á að kaupa og sækja sér jólatré að eigin vali í skógræktargirðingu ofan Litlulaugaskóla í Reykjadal.  Þeir sem vilja nýta sér þetta geta komið og hitt umsjónarmenn sunnudaginn 20. desember milli klukkan 13:00 og 15:00. segir í tilkynningun frá Skógræktarfélagi Reykdæla.

Jólatré

 

 

Eftir að hafa sótt sér tré er síðan tilvalið að fá sér kaffi/kakó og piparkökur í Birkifelli í boði Skógræktarfélagsins. Þægilegast er að leggja bílum við Litlulaugaskóla og ganga þaðan upp í brekku. Allar stærðir á sama verði, 5000 kr.

Skógræktarfélag Reykdæla