Jólatónlist með Sálubót

0
50

FRÉTTATILKYNNING:

Söngfélagið Sálubót heldur tónleika í Þorgeirskirkju þriðjudagskvöldið 4. desember kl. 20:30.

Sungin verða ýmis jólalög m.a. eitt frumsamið bæði lag og texti, einnig leika Jaan og Marika jólatónlist eins og þeim einum er lagið.

Kórfélagar bjóða svo uppá kaffi og jólasmákökur sem er innifalið í verði sem er 1.500kr.

Upplifum jólastemningu saman og höfum gaman.