Jólatónleikar í Stórutjarnaskóla

0
163

Jólatónleikar tónlistardeildar Stórutjarnarskóla fóru fram föstudaginn 13. desember í sal skólans. Fjölmenni var mætt til að hlýða á unga og efnilega tónlistarmenn. Alls voru 25 dagskrárliðir í boði, sum mjög stutt, önnur lengri. Boðið var uppá einleik, tvíleik, tríó, systkini léku saman, hljómsveitir og svo söng kórinn. Lagavalið var fjölbreytt s.s. Bráðum koma blessuð jólin, til Elísu, Fúm Fúm Fúm, 1.12.87, Sleðaferðin og mörg önnur klassísk jólalög, kórinn söng jólsyrpu og eftir uppklapp, Snjókorn falla. Kórinn söng mjög vel, krakkarnir voru glaðir að sjá og hressileg. Leikið var á hljómborð, fiðlur, gítar, bassa, alt blokkflautu, trommur, bjöllur, hristur og heimasmíðað ,,klapptré,, sem Jaan bjó til úr gömlum rúmfjölum. Allir nemendur stóðu sig með stakri prýði, höfðu greinilega lagt mikla vinnu í æfingar og eru greinilega vön að koma fram. Allt var þetta mjög fallegt og skemmtilegt, þó vakti sérstaka athygli þegar lagið Heims um ból var leikið á tvo bassa. Jaan og Marika  eru einstakir tónlistamenn og skemmtilegar manneskjur, þau leggja mikið á sig við að útsetja og æfa nemendur vel fyrir tónleika, Marika sló oft á létta strengi, þegar hún kynnti dagskrána.  Eftir tónleikana var boðið uppá smákökur, mjólk og kaffi í matsal.

Rannveig Helgadóttir leikur, Í kvöld við kveikjum kertum á.
Rannveig Helgadóttir leikur, Í kvöld við kveikjum kertum á.

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðný Jónsdóttir, spilar Sleðaferðin
Guðný Jónsdóttir, spilar Sleðaferðin

 

 

 

 

 

 

 

Sandra Sif Agnarsdóttir og Pétur Ívar Kristinsson flytja, Heims um ból
Sandra Sif Agnarsdóttir og Pétur Ívar Kristinsson flytja, Heims um ból

 

 

 

 

 

 

 

Góður Kór syngur jólalög
Jólalegur og glaðlegur Kór