Jólasveinarnir í Dimmuborgir eru byrjaðir að taka á móti gestum, þó svo að mánuður sé til jóla. Í dag tóku þeir Þvörusleikir og Bjúgnakrækir á móti fólki í Dimmuborgum í Mývatnssveit en eins og alþjóð veit eru Dimmuborgir lögheimili Íslenska jólasveinsins. 641.is leit við í Dimmuborgum í dag.

Jólasveinarnir munu taka á móti gestum allar helgar fram að jólum og hið árlega jólabað þeirra verður svo 8. desember í Jarðböðunum í Mývatnssveit. Sjá má dagskrána hér
