Jólasveinar á ferð í Reykjadal

0
202

Margir jólasveinar voru á ferð í Reykjadal í morgun og komu við á öllum bæjum í dalnum og færðu íbúum síðasta jólapóstinn fyrir jól.   Jólasveinarnir hafa fengið aðstoð Hjálparsveitar Skáta í Reykjadal svo áratugum skiptir, við það að koma jólapóstinum til skila og var engin breyting á því í dag.

Jólasveinarnir fengu sér kaffisopa. Skjáskot úr myndbandinu
Jólasveinarnir fengu sér kaffisopa. Skjáskot úr myndbandinu

 

 

Þeir litu inn í kaffi á Lautaveginum eins og sést á myndbandinu hér að neðan, sem Kristinn Ingi Pétursson tók.