Jólaspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

0
54

Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík kom saman til fundar 4. desember sl.  Þar kom m.a. fram að tungl kviknar þann 13. desember 2012  kl. 08:42 – Jólin eru því í vaxandi tungli, sem þykir boða gott árferði, og fylgir eftirfarandi vísukorn því til áréttingar.

Hátíð jóla hygg þú að,
hljóðar gamall texti.
Ársins gróða þýðir það,
ef þá er tungl í vexti.

 

 

Klúbbfélagar ætla að veðurfar verði með ágætum í desember, þó svo að það verði smávægilegar umhleypinngar. Ekki er reiknað með mikilli úrkomu þó svo að það slíti úr honum annað veifið.  Tungl er vaxandi til 28. desember. akv.is