Jólasmiðjur markaður og piparkökuhúsakeppni

0
127

Föstudagskvöldið 5. des frá kl 19:00 og fram eftir kvöldi verður skemmtileg aðventustemming í Kiðagili í Bárðardal. Þar verður hægt að læra að hekla jólaskraut og bjöllur, búa til jólakort, og svo verður föndurhorn fyrir börn á öllum aldri. Einnig verður markaður þar sem ýmislegt er til sölu s.s. snyrtivörur, föt, kvenfélagið Hildur verður með brauð, nammi, jólakökur, lukkupakka og fleira til sölu, einnig verður flóamarkaður og ýmsilegt fleira spennandi. Tilvalið að koma og finna skemmtilegar jólagjafir eða bara að hittast og föndra!

Kiðagil

Piparkökuhúsakeppni (húsin þurfa að koma fyrir klukkan 19:00) Kakó og smákökur í boði og vöfflur til sölu. Þeir sem hafa áhuga að vera með vörur til sölu vinsamlegast hafið samband í netfangið linatr@simnet.is eða í síma 4625752/8953295

Kiðagil, Kvenfélagið Hildur og Þekkingarnet Þingeyinga.