Jólaskemmtun Harmonikufélags Þingeyinga

0
259

Árleg skemmtun HFÞ ásamt Kveðanda var haldin á Breiðumýri  5. Janúar 2013. Góð mæting var og hófst skemmtunin kl 21. Sigurður Leósson spilaði fyrir dansi á harmóniku ásamt þeim Grím Vilhjálmssyni bassaleikara, Núma Adolfssyni gítarleikara og Hirti Hólm trommuleikara til kl 22.

Sigurður Leósson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá tóku Kveðandamenn við og komu fram tveir hópar. Fyrri hópnum stjórnaði Björgvin Leifsson og voru það Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Ósk Þorkelsdóttir, Hlynur Snæbjörnsson, Hallur Reynisson og Indriði Ketilsson sem fluttu ýmis konar kveðskap við góðar undirtektir. Næsta hóp stjórnaði Ósk Þorkelsdóttir og voru það Davíð Herbertsson, Sigríður Ívarsdóttir, Ólína Arnkelsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir og Björgvin Leifsson og voru þau ekki síðri. Þá var dansað aftur og nú var það Jón Árni Sigfússon ásamt Grím og Hirti sem spiluðu og svo Strákabandið.

Fyrri hópur hagyrðinga
Fyrri hópur hagyrðinga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kl.23.30 var svo bögglauppboð sem Friðrik Steingrímsson sá um í stað Stefáns Þórissonar sem oftast hefur stjórnað því og leisti Friðrik það mjög vel og hefur aldrei verið jafn líflega boðið. Aftur var svo dansað til kl 2. og skiftust hljómsveitirnar á að spila það sem eftir var.

Uppboðshaldarinn
Uppboðshaldarinn

 

Texti og myndir: Sigurður Ólafsson