Jólaskáknámskeið fyrir börn verður í Lundi 21. desember

0
138

Æskulýðs- og menningarsvið Norðurþings hefur fengið Birki Karl Sigurðsson landsliðsþjálfara Ástralíu í skák og fyrrverandi heimsmeistara og norðurlandameistara til að halda jólaskáknámskeið fyrir börn og ungmenni í Norðurþingi.

Jólaskáknámskeiðið verður fimmtudaginn 21 desember frá kl. 9.30 – 15.30 og fer það fram í grunnskólanum í Lundi Öxarfirði. Boðið verður uppá hádegismat sem er innifalin í námskeiðsgjaldinu. Akstur frá Raufarhöfn og Húsavík á námskeiðsstað er einnig innifalin í námskeiðskostnaði.

Upphaflega var stefnan að halda námskeið á Húsavík, Raufarhöfn og í Lundi en vegna þess hve skráning var lítil var ákveðið að sameina í eitt námskeið. Eftir mikla skoðun er lendingin sú að vænlegast að halda eitt námskeið í Lundi. Flestar skráningar koma úr skólanum þar og einnig er Lundur „mitt á milli“ Húsavíkur og Raufarhafnar. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta gæti verið forsendubreyting miðað við það sem upp var lagt með.

Verð er 1000 krónur á mann. Greitt er við upphaf námskeiðs.