Jólamarkaður í Vaglaskógi.

0
403

Hinn árlegi jólamarkaður í Vaglaskógi var í dag 9.desember. Skógurinn var undur fagur, örlítill sólargeisli, ilmur að brenndum við, kertaljós, jólaseríur, glaðleg andlit og almenn hamingja lá í loftinu. Fjölmenni sótti skóginn heim enda veður hið besta. Skógræktin seldi jólatré, greinar, arinvið, platta og fleira sem skógurinn gefur. Nemendur 9. og 10. bekkjar í Stórutjarnaskóla seldu kaffi/kakó og meðlæti til fjáröflunar í ferðasjóð sinn.

Handverksfólk koma víða að með varning sinn og setti og á söluborð. Þar kenndi ýmissa grasa og allt mjög fallegt. Einnig var hægt að kaupa rúgbrauð, flatbrauð, kleinur, ástarpunga, rófur, svínakjöt, popp og smákökur.

En best að láta myndirnir tala.