Jólamarkaður í Vaglaskógi á laugardag

0
176

Laugardaginn 12. desember verður haldinn jólamarkaður í starfstöð Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi frá kl. 13 til 17.

Vaglaskógur. Mynd Pétur Halldórsson
Vaglaskógur. Mynd Pétur Halldórsson

 

Handverksfólk úr Þingeyjarsveit verður með fjölbreyttan varning til sölu. Einnig verður hægt að kaupa jólatré, greinar, arinvið og fleira úr Vaglaskógi. Nemendur úr Stórutjarnarskóla verða með kaffisölu fyrir ferðasjóð nemenda.

Skógrækt ríkisins Vöglum og handverksfólk úr Þingeyjarsveit.